![]() |
| JÓLABJÓRSMAKK HALIFAX COLLECT 2013 |
Ef þú vilt lesa eitthvað gáfulegra þá er þessi síða ekki galinn upphafsreitur. En hjá okkur var það fyrsta sem ég hjó í er að það var stundum eins og við værum ekki að drekka sama bjórinn! En svona er upplifun, smekkur og tengingar fólks misjafnar.
Árstíðar- og hátíðarbjórar eru okkur hugleiknir, því með útgáfu þeirra dregur til tíðinda og nýjar og frábrugðnar bjórpælingar líta dagsins ljós. Okkur þótti tilvalið að safnast saman og bragða á einhverjum þessara svokölluðu jólabjóra, nótera hvað okkur fannst um hvern þeirra og deila því svo með lesendum bloggsins. Við vorum svo lánsöm að áskotnast níu tegundir af bjórum, og fá brugghús og fyrirtæki þau sem eru ábyrg fyrir að téðir bjórir fáist hér bestu þakkir fyrir að senda þessa bjór inn til mats.
Haft í huga:
- Dómarar fengu ekki að sjá umbúðir bjórsins, nöfn voru á huldu og dómarar máttu ekki ræða sín á milli.
- Hvort bjórinn sé jólalegur.
- Mun ég versla hann?
- Killers plata Iron Maiden átti að spila a.m.k. tvisvar í röð.
- Viðvaningar eins og við erum jú þau sem kaupa svona bjóra, þannig að ekki fjárfesta um of í skoðunum okkar.
Stúfur #21 (2,26%) Hlekkur
- Ekki að fíla þetta beiska brunabragð. Kaupi hann ekki.
- First taste is earthy, like Kaldi, not very much carbonation, bitter aftertaste. I wouldn’t drink it.
- Rauðjarpur og hátíðlegur litur. Reykt eftirbragð en alls ekki sterkt. Sem rauður bjór þá passar hann fullkomlega við árstíðabundnar áherslur og mér líkar afar vel að nostra við hann. Silku og “rjómuð” miðja. Mæli með þessum.
- Colour: Golden/dark, hints of red. Smell: Turkish Delight! Chocolate. Taste: Slight bitterness, little yeasty. Aftertaste: OK. A little metallic. I wouldn’t drink it that often.
- Bragðsterkur. Gúmmí, reykt áfengisbragð. Þessir fá ekki pening frá mér.
- Þokkalegur. Fullmikið vatnsbragð. Ekki nægilega kraftur í eftirbragðinu.
- Frekar dökkt eftirbragð. Mjúkur til að byrja með. Brent eftirbragð. Maltkeimur.
- Lyktarlaus, lítið bragð, mildur. Lítilfjörlegur en einn af fáu jólabjórunum sem auðvelt er að grýta nokkrum í sig af, sökum fyllingarleysis. (3/10)
- Tóbak og skóreimar. Totally upperclass.
- Probably the most Christmassy beer here. I can taste the cinnamon!
- Fokk hvað þessi er skrítinn. Hann er hálf bragðlaus. Heybragð eða eitthvað, ekki sætur. Þessir jólabjórar eru alltaf fokkings sætir. Fínn. Jájá. Smá reykbragð, sem er vel.
- Þetta gæti verið metnaðarfulla “overkillið” í bruggfræðunum. Elegant, krydda. Gott en samt ekki. Proggað en aðeins yfir strikið. Svolítið reykt hangikjöt… Sem er tvíreykt en samt ekki alveg þar. Svolítið eins og vel pródúseruð mistök.
Malt Jólabjór (5,6%) Hlekkur
- Bragðast alveg eins og Malt. Mjúkur og rennur auðveldlega niður kverkarnar.
- I like this better. Sweet (too sweet?), malty taste. Tastes almost like it is mixed with Malt. Very heavy, wouldn’t drink it, too much like pop/Malt. They have nice view here.
- Of auðveldur og líkur Malti. Hlítur að vera Maltgaurinn þá. Sannarlega óhátíðlegur. Minnir mig bara á ömmu og afa og hjólatúra niður á bryggju til að dorga, þegar maður var patti. Gætu selt þennan allt árið.
- Much darker colour with a foamy head. Looks suspiciously as if there’s Malt in it, alas there’s no smell to speak of. A slight apple aftertaste. Better than beer 1 but can be stickily after a few.
- Sætur, mildur, bragðgóður. Hættulega góður, eins og malt. Ef þér finnst jólaöl gott þá fílar þú þennan. Ég myndi kaupa hann.
- Gæti ekki drukkið meira en einn af þessum. Fínt sem máltíð.
- Frískandi og ljúfur. Varla að maður taki eftir að þetta sé bjór. Dálítið eins og Malt/Appelsín.
- Mjög dökkur. Ágæt bragðfylling og spíratónn og kaffikeiur í lokin. Einfaldur og góður (6/10).
- Þetta er bara Malt. Með sykri. Hvað er að? Kann fólk sig ekki? Hér er farið með offorsi.
Jólagull (5.2 %) Hlekkur
- Mildur og léttur. Bjór sem ég myndi taka með á Leðurhátíðina ef ég væri að fara að drekka 20 stykki.
- Could be Turborg. Not terribly interesting, but I would drink it. Actually tastes like a beer. Tastes like a beer that I would drink to get drunk. Not great.
- Ekkert hátíðlegt hér, hvorki umbúðir né litur. óeftirminnilegt og lítið bragð. Eins og Turborg Classic bara.
- A golden colour and nondescript smell. The taste isn’t much to talk about but it’s serviceable. Slight hints of hobs. This is a good session beer. Not too bland or crazy. You can quaff a few of these.
- Mildur karamellukeimur, ekkert rosa jólalegur, léttur, minnir á lagerbjór. Ég myndi ekki versla hann fyrir jólabjór.
- Þessi er basic. Allir ættu að koma þessum niður.
- Léttur, frískandi. Pínu fruity. Ekki mikið jólabragð.
- Léttur ávaxtakeimur. Súrt eftirbragð. Mjög þurr. Skilur lítið eftir sig (4/10).
- Sætur og beiskur. Bragðið endist ekkert sérstaklega lengi. Sem er kannski gott mál því þessi bjór er vondur.
Steðji Jólabjór (5,3%) Hlekkur
- Aftur frekar mildur og léttur bjór. Ekkert sérstaklega bragðmikill. Samt eitthvað krydd í eftirbragðinu.
- Probably Viking. I hate it. It smells like rotten vegetables. There’s too much froth and it’s too tasteless. Then, the beer itself has a terrible aftertaste.
- Annar ófréttnæmur á lit og ekkert hátíðlegur á bragðið. En hann er ansi fínn og gæti verið i umferð allt árið auðveldlega. Aðeins meira upscale en venjulegur lager og þess vegna er hann jömmí. Mæli með þessum en ekki sem jóla neitt.
- This is Viking beer, right? I’m sure it is. I can detect those slight malty hints everywhere. Eh, it’s OK. I’ve drank a lot of these and I’m comfortable with it. Again, another “session” beer. Yum!
- Sætur en ekki of sætur. Jólalegt bragð. Margslunginn og ljúffengur. Fallega rauðbrúnn á litinn. Myndi kaupa hann, mjög góður!
- Myndi alveg taka 2-B af þessum. Ekki of mikil mikilmennska.
- Mjög góður. Bragðmikill en mjúkur og ljúfur. Gott eftirbragð.
- Fallega rauðgyltur. Virkilega nettur og freyðir skemmtilega. Góð fylling í eftirbragðinu. Lætur mann ekki gleyma sér í bráð. Mjög ferskur kauði. Myndi kaup’ann (7/10)
- Mildur og maltkenndur. Fín fylling.
- Nice and foamy. My favourite of the bunch.
- Vó! Hér er hellingur að frétta. Hann er góður. Sætur og ljúfur, breyskur og hrjúfur. Bragðið er langt, en kannski of sætt. Afhverju er allt þetta jólastöff svona sætt? Var Jesús svona sætur? Fínn bjór.
- Örlítið remmilegt. Sætt, flatt. Fyrst og fremst sætt. Ég gæti ekki farið í tvo eða þrjá. Alls ekki. Það er svolítið gaman að drekk’ann.
Giljagaur #14 (10%) Hlekkur
- Hrikalega góður. Léttur en bragðmikill. Ég kann að meta karamellubragðið sem ég fann.
- This is really good. Smokey, strong, wealthy flavour. I wouldn’t drink a lot of it though. It’s like Laphroiag. The flavour blasts everything else away. It tastes like it has high alcohol percentage. Is there a Christmas Elephant beer??? Bob is very ironic, like, Canadian ironic.
- Vel hveitaður og gruggugur. Smá “hoppy” beiskja sem vekur mig við. Þetta er ljómandi fínn bjór sem slefar inn á hátíðleikaskalann minn.
- First wealthy foamy head we’ve seen tonight. The colour is rather light and golden for an Christmas beer. Not getting much from this, fairly nondescript. Nah, I’ll pass.
- Styrjöld í kjaftinum!
- Mjúkt eftirbragð - karamella, maltkeimur - rammur appelsínukeimur til að byrja með…. Smá áfengisbit sem hverfur í reykkeim. Dökkrauður. Mikil fylling. Of bragðsterkur. One off bjór. Græt einn á Slippbarnum.
- A very bitter taste, not a very good aftertaste.
- Dökkur, hrár, fremur ruddafenginn. Miskunnarlaus, sjarmerandi ruddi, sem er súr og beiskur, en samt - merkilegt nokk - jólalegur og ljúfur (???). Það er rammur eftirkeimur. Já þetta er ruddi, svo að jólalógíkin fellur um sig sjálf, nema jólaminningar eiga að vera grimmar og súrar eins og þessi mjöður. Sem er rétt líka. Sumar jólaminningar eru grimmar og súrar.
Víking Jólabjór (5.2%) Hlekkur
- Létt maltbragð. Rennur auðveldlega niður
- This doesn’t taste like much to me in terms of Christmas beer, but it is a good lager. Of all the beers, this is the one I would expect to be served at most bars. Totally boring but inoffensive and so easy to drink for maximum inebriation. Metalheads are so nerdy.
- Voða svipaður og bjór númer þrjú nema meiri haus, sem er fínt. Ekki næg beiskja/biruð en hallar sér samt í þá átt án þess að meina það. Það er allt of lítill vetur og jól í þessum. Samt betri en númer þrjú.
- Sætur, en örlar á smá beiskju. Ekki sérlega hátíðlegur. Eftirbragðið ekki gott. Ég myndi ekki versla kauða.
- Léttur. Lítið jóla. Ekkert grand í gangi.
- Svipaður bjór 3. Ekki mikið jólalegur. Léttur og frískandi. Góður ef maður ætlar að drekka slatta.
- Vel reyktur djöfull. Góð froða og bragðmikill bjór. Mjög skemmtilegur og fallegur og litinn. Gamaldags fölingur sem sómir sér vel við arineld og bjarnaskinnið á gólfinu. Maður brosir í kampinn yfir þessum.
- Flatur og bragðlítill. Bleh… Fyrri bjórinn drap þennan. Hlegið á Radison frá 11-3.
- Very smooth and good aftertaste. Easy on the tongue.
- Þetta er bara svona bjór. Svona eins og ég fæ á krana á bar. Ég gleymi honum strax, og panta hann ovart aftur.
- Öllu hressari en fimman. Léttleikandi og ferskur, með eftirbragð sem hefur örlítið malt-hint. Léttur lager.
Gæðingur jólabjór (5,0%) Hlekkur
- Þessi er hrikalega góður. Fann einhverja ávaxtablöndu í þessum.
- Musky odour, like hockey gear. Not a nice initial taste, but afterwards started to remind me of the Tuborg Christmas beer. Still… Not great, not bad. I forgot I was drinking it and then it was gone.
- Reykingarbragðið er þarna þrátt fyrir að vera dauft, sem er ansi lunkið. Súkkulaði, smá malt, jafnvel kaffi og karamella og akkúrat nægilega mikið “popp” með gosinu en án þess að ræna bjórinn hátíðleikanum. Meiri humal og þessi bjór væri fullkominn. Besti bjórinn til þessa.
- Slightly bitter. A murky, cloudy beer. Has a bit of a yukky, yeasty complexion and taste to it.
- Sætur. Hveitibragð. Dökkleitur, smá þykkildi, sætur. Þéttur. Freyðir ekki mikið. Ég myndi kaupa hann ef ég væri að leita af dökkum og sætum bjór.
- Skemmtilegt bragð af þessum! Hressandi og jákvæður fílingur sem fær mig til að vilja meira!
- Rosalega bjartur ávaxtakeimur. Frískandi og góður.
- Mega “fresh ’n’ fruity.” Fallega dökkur og skýjaður með bragðgóðri fyllingu og endar eins og Jimmy Hendrix, “létt sýrður” (7/10).
- Maltkenndur - sætur og karamellukeimur og miðlungsfylling. Jólamaltbjór? Örlítið súr og rammur eftirkeimur. Spilakvöld og rifrildi út af Matador.
- Easy going, a bit bitter in the aftertaste but still a good catch.
- Kryddaður með augljósu “over the top” metnaðar elementi. Þetta gæti verið Stúfur. …Eins og bjórdælan hafi klikkað lítillega. Súr, leggst aftarlega á tunguna. Ekki minn tebolli.
Ölvisholt jólabjór (5,0%) Hlekkur
- Hittir í mark. Ég fíla þetta reykta og beiska bragð þar sem bjórinn fer hinn gullna meðalveg í þeim efnum.
- This smells good. Tastes like a proper Christmas beer, even though my knowledge of what that is, is limited to the last 3 years. This tastes like one of the new microbreweries or the one with the green labels that Egils or Viking does up North. Peaty. Good.
- Jólalitur hér. Lúmskt ánetjandi eftirbragð, engifer, negull, silki og rjómi. Þessi er að koma öflugur inn. Lævís biturð í endan en ekki nálægt því að fæla fólk frá sem þolir slíkt illa. Þetta er tiltölulega tíðindamikill bjór. Meira takk!
- Warm, allspice smell, slight hints of cinnamon. Think xmassy/mulled wine, sultry biscuits. Tastes a lot like Christmas, orange, leather, cinnamon. Slightly bitter aftertastes. This is a beer that most tastes like Christmas to me.
- Jólalegur og örlar á lakkrís og sætu. Léttur og gullinbrúnn. Myndi setja út seðla fyrir þennan.
- Frekar meinlaus, vantskenndur. Örugglega góður eftir fjóra.
- Full brennt bragð fyrir minn schmeck, annars nokkuð mellow. Hvar er Skjaldborgin!?
- Kryddaður keimur. ANÍS. Gott bragð. Kvikindi sem ég myndi bjóða uppá í veislu. Ekki of sterkur (7/10)
- Kryddaður, kanill, sýrt og ramt eftirbragð. Abconde, NL.
- Not the best beer here. I’m gonna give it a five out of ten.
- Augljóslega úthugsað sem jólaöl. Kanill, engifer, piparkökukrydd. Eins og kryddbrauð af gamla skólanum. Það er ljóst að þetta er mitt uppáhald. Eftirbragðið talar til mín. ACES HIGH!
Tuborg Christmas (5,6%) Hlekkur
- Fíla þennan. Jólamildur. Beiskt malt bragð.
- Sneaky. I can’t think of anything to say about it. And now it’s gone too. Farewell, dear beer. We hardly knew ye. If I were to settle on a beer, it would probably be this one, not because it is the best, but because I can’t taste anything anymore. Goodbye.
- Fínn en of venjulegur. Rauðkaður lager án persónuleika. Daufar fréttir hér. Næsta tegund, takk. Nei það er ekki næsti. Við erum búin.
- The final stretch. Good, golden colour. Slight foamy head. Taste, well… It’s pretty much your dark roasted barley/hops beer. Nothing that Christmassy about it.
- Góður. Mjúkt bragð. Hátíðlegur, sætur en ekki með karamellu og lakkrísbragði eins og margir hátíðabjórar.
- Þessi á skilið að vera í fjárlagafrumvarpinu.
- Lítur vel út í glasi en veldur fljótt vonbrigðum. Bragðlítill, og létt sýra í lokin. Flottur með fisk (7/10).
- “Ekkert grín!” Maltkenndur, sætur, brenndur.
- A very tame beer. It could be boring in person. It’s jokes would be surreal!
- Beiskur. Hálf flatt bragð. Leiðinleg sæta. Leiðinlegur bjór. Næsta.
- Djúpt, sætt bragð. Ekki alveg jóla en áhugaverður fyrsti keimur. … Svolítið spennandi án þess að vera áhugaverður.
Niðurstaðar (gróflega áætlað:
1. STEÐJI Jólabjór
2. GÆÐINGUR Jólabjór
3. ÖLVISHOLT Jólabjór
Smakkarar:
Hörður Ólafsson (Momentum (band) / listamaður)
Ævar Örn (meistari í samanlögðum / Twitter)
Hanna Lind (listmeðferðarfræðingur)
Alison McNeil (Kimono (band))
Garðar Þór (kvikmyndafræðingur)
Bob Cluness (music and culture critic (Reykjavík Sex Farm! / Grapevine / Twitter))
Birkir Fjalar (rekur/stýrir Halifax Collect)
Bóas Hallgrímsson (Reykjavík! (band) / kennari)
Ísar Logi (kennari / Twitter)
Eyvindur Gauti (rekur/stýrir Currents, tónlistarblogg)
Erling Bang (tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður, Ojba Rasta (band))
Guðmundur Ingi (leiðsögumaður)
Sérstakar þakkir: Hafsteinn B. og Gussi











Ölvisholtið tekur þetta ár eftir ár. Og Einstök. Það þykir mér gott öl. En sökum gömlukarlavandamála verð ég að halda mig fjarri ölinu þessi jólin :(
ReplyDeleteÖlvisholtið vekur mestu athyglina hjá mér. Gæðingur close second.
ReplyDeleteFannst Stúfur alveg gríðarlega fínn, líklega þar sem allir í kringum mig voru meir eða minna búnir að míga á gæði hans hvað eftir annað. Engar væntingar - Kom skemmtilega á óvart.
ReplyDeleteSteðji tekur þetta hérna megin, ég gladdist um nokkur Hz við að drekka hann, Það er nóg fyrir mig.
Annars er offramboð af miðlungs-rúnk-jólabjórum, flestir skilja voða lítið eftir.
Ritstjóranum líkaði best:
ReplyDelete1. Gæðingur
2. Ölvisholt jólabjór
3 Steðji jólabjór / Stúfur