Interviews

Sunday, February 9, 2014

Þorrabjórsmökkun Halans: "Fábjórt en góðbjórt" útgáfan


Góðir hálsar, það er ekki ýkja langt síðan hin vinsæla og skemmtilega jólabjórsmökkun áttir sér stað (hér) hvar við höfðum sérstaklega gaman af og bragðlaukar fengu slíka örvun að tekið var eftir. Okkar lán að þorrinn sé svo nálægt jólunum í tíma, en æ fleiri íslensk brugghús nota tækifærið til að brugga fleiri hátíðar- árstíðar - eða tækifærisbjóra og þar með auðgast bjórlandslagið. Þessu fögnum við hér á Halifax Collect og sáum okkur leik á borði að koma nokkur saman - fólkið á götunni - og gáfum flestum íslensku þorrabjórum ársins umsögn. Enn og aftur er sá fyrirvari hafðir á að við teljum okkur ekki sérfræðinga eða sérlega vel upplýsta bjórgæðinga, þvert á móti. Okkur þykir einfaldlega gott að sötra öl, nostra við það og láta koma okkur á óvart.

ÞORRABJÓRSMAKK HALIFAX COLLECT 2014


EGILS ÞORRAGULL (5,6%)
- Bjartur og pínu sápukeimur. Svona lala.
- Mér finnst þessi góður. Svolítið sætur, jafnvel jólastemmning. Fallegur á litinn. Ágætt eftirbragð. Smá beiskja.
- Ekki jafn bragðmikill og liturinn segir til um. Auðdrekkanlegur en tilkomulítill.
- Venjulegur litur. Vnjulegt bragð. Svipar þannig til lagerbjóra sem eru aðeins spæsaðir upp og seldir sem nýjir bjórar ala Tuborg og Viking classic. Það er leti. Of venjulegur til að teljast hátíðarbjór eða þorrabjór. Það þykir mér leiðinlegt. Eftirbragðið er undarlega skítugt og heillar síður en svo. Freyddi mikið. Niðurstaða: Metnaðarleysa.
- Lager sem á skemmtilegam frænda sem er töffari. Mjúkt lagerbragð og svo aðeins bitastæðara eftirbragð. Ekkert slæmur, ekkert spes. En ef þú ert með kjaft þá lemur frændi hans þig. Myndi taka þennan á annað deit, ekki það fyrsta.
- Mikil fylling, þéttur, örlítil sæta, svolítið eftirbragð, gullinbrúnn á lit. Þessi er góður með mat.

EINIBERJA BOCK (6,7%)
- Dálítið benndur. Athygglisverður og ég er alveg tilbúinn að gúddera þennan sem þorrabjór.
- Mér líkar betur við litinn á þessum. Vonandi er eitthvað að frétta í þessum sopa. Jú, betri en fyrsti bjórinn. Góð fylling, ljúft eftirbragð, svona eins og ESB bjór-keimur, en freyðir meir en þeir. Fínn sem “bara” bjór en ekki nægileg hátíð í honum né persónuleiki. Það er vandamál svona þorralega séð.
- Ekki eins góður og sá fyrsti. Eitthvað óþekkjanlegt bragð. Meira áfengismagn?
- Gæti passað í samhenginu “ég myndi ekki borða þorramat oftar en einu sinni á ári, og ég myndi ekki drekka sopa af þessum nema einu sinni á ári. Fær prik fyrir að reyna að vera “þorralegur,” og fyrir að skera sig úr, fyrir að vera aðeins öðruvísi. Ég er samt að fíla hann meir og meir sem líður á sopana.
- Fínn bjór. Aðeins betri en þessi á undan. Smá maltbragð og þroski í þessum.
- Furðulegt aukabragð. Reyktur, en mildur samt. Ekki dæmigerður lagerbjór og varla bjórbragð af honum. Ekkert spes.

ÞORRA KALDI (5%)
- Fullt af brögðum, sum góð önnur ekki. Eftirbragðið kemur samt á óvart. Ég myndi alveg gæða mér á hrútspung með þennan í glasinu. Eftirbragðið bergmálar í kjaftinum eins og þorraball. Ramm íslenskt.
- Svolítil beiskja. Hann er ekki að kítla bragðlaukana. Hann er blööööh…
- Beiskur, grófur og, sannarlega þorrabjór. Æ dónt læk it.
- Bragðsmesti bjórinn hingað til. Veit samt ekki hvort það sé gott. Ég er ekki að fíla hann.
- Eitthvað bragð þarna sem yljar og og örvar. Þorrabragðið er eins og grunnstef í hálfgerðri jólastemmningu. Síðasti jólasveinninn að snúa aftur til fjalla. Nú getur jólakötturinn lagst í dvala. Ég myndi alveg hafa kippu af þessum með mér í þorrapartí.
- Svipaður litur og hjá öllum. Nákvæmlega ekkert að gerast í þessum þykjustuþemabjór. Það er ekki nóg að setja smá beiskju í lager og selja svo sem þorra-eitthvað. Afsökun til að gera nýjan og flottan miða og selja síðan. Of þurr. Heyrðu jú, lúmskt eftirbragð sem er vel.
- Smá IPA-keimur, súrt og beiskt eftirbragð. Ég fíla vart snefil af IPA svo máski ekki marktæk í dómi þessa bjórs. Finnst þessi ekki góður.

GÆÐINGUR ÞORRABJÓR (5,6%)
- Góður bjór. Þorralegur án þess að þykjast. Bragðmikill en lætur vera að vera “metro.” Heiðarlegur án þess að vera of metnaðarfullur. Gæti trúað því að hann væri góður volgur og flatur líka. Hann má kíkja í þorrapartí hjá mér anytime. Eins og Volvobíll: Góður án þess að vera með stæla.
- Dökkur, bragðgóður. Mikil fylling en lítið eftirbragð.
- Dökkur. Kaffikeimur? Karamella? Ágætur þessi!
- Bragðmikill og góður. Semi dökkur. Ánægður með hann. Myndi gúddera annað stefnumót með honum.
- Loksins annarskonar litur sem er kannski vísun á að eitthvað sé hér að frétta. Góð fylling, fullkomið gosmagn, afskaplega gott eftirbragð og snert af stout og karamellufíling. Þessi er líkur Jólagæðing. Besti bjórinn hingað til.
- Bragðmikill. Gúmmíbragð. Lakkrís, sætur. Dökkur á litinn. La la, ágætis bjór. Góður til að nostra við.

SURTUR NR. 15 (9%)
- Halló herra stout! Ég held að Tom Waits hafi samið lagið “I hope that I don’t fall in Love with You” um bjóra eins og þennan. Ég myndi alveg taka upp gítarinn og semjalag um þennan bjór.
- Kolsvartur þessi. Bragðsgóður. Mér varð óglatt af eftirbragðinu.
- Imperial stout. Surtur. Mjög þykkur, svartur á lit og vel áfengur.
- Expressóbjór. Klárlega eitthvað til að koma manni í gang á morgnanna. Lúkkar vel í glasinu. Áberandi bragð sem ég er í stuði fyrir í kvöld en ekki kvöld hvert. - Góður bjór. Glæislegt eftirbragð.
- Surtur, klárlega. Hann er auðvelt að spotta í sjón á meðal leiðinlegra bjóra. Hér er margt að frétta: Þessi passæega fylling, lúmski toppur, kaffið, bruninn, allt svo hæfilegt. Í hóflega kældri flösku og litlum sopum sem staldra við í munninum og aftast á tunginnu, þá ertu að gera þetta rétt. Ljómandi persónuleiki. Besti þorrbjórinn sem af er kvöldi.
- Mjög dökkur og bragðmikill. Þykkur. Minnir rosalega á stout en með meira gosi. Ef þú fílar stout þá er þessi tilvalinn.
ÞORRAÞRÆLL (4,8%)
- Hemmaprumpulykt. Álbragð. Víkingbragð. Ekki sérstakur.
- Prumpulykt er það fyrsta sem ég finn. Ómerkilegur bjór. Ekki góður. Of líkur Víking Gull á bragðið.
- Aftur til fortíðar bjórsmakksins. Þvílíkt metnaðarleysi. Eina sem er gott hér er að humlarnir skera en mæta goskenndri froðunni og það er svo hversdagslegt að ég nenni honum ekki, nema ég væri að fara á fyllerí.
- Mellow og þægilegur. Ekki mikill þorri en fínn samt sem áður. Góður í magndrykkjuna.

Hagnýtar upplýsingar:
- Alla þessa bjóra má/mátti nálgast í verslunum ÁTVR
- Smakkendur drukku bjórana í blindni, þ.e.a.s. þau fengu ekki að sjá umbúðirnar né vita nafnið á bjórunum.
- Óheimilt var að tala saman um niðurstöður fyrr en eftir að allir bjórar voru smakkaðir og allar álitsgerðir komnar til smakkstjóra.
- Prumpulyktin í lokin skrifast alfarið á hundin sem prumpaði grimmt innan um og í kring um dómnefndina. Téð prumpulykt var ekki úr bjórglösunum.
- Bjórprófilmyndinarnar eru allar fengnar af bjórspjall.is.
- Surtur bjór var of seinn í bjórhópmyndatökuna

Smakkendur:
Bogi Bjarnason - rithöfundur, tónleikahaldari
Lovísa Sigrúnardóttir - tónlistarkona (Lay Low, Benny Crespo's Gang)
Hermann Andrason - hundur, heilari
Hörður Ólafsson - tónlistamaður (Momentum), myndlistamaður
Jóhanna Lind - meðferðarfræðingur
Ragnar Ólafsson - tónlistarmaður (Árstíðir, Ask The Slave, Sign o.fl.)
Birkir Fjalar - ritstjóri Halifax Collect

No comments:

Post a Comment