![]() |
| PÁSKABJÓRSMAKK HALIFAX COLLECT 2014 |
Þriðja bjórsmakk Halans fór fram um nýliðna helgi og óhætt að segja að þetta var þéttasti pakkinn hingað til, bæði hvað útfærslu varðar og einnig með tilliti til aðkomu brugghúsanna, en þetta er í fyrsta skipti sem öll brugghúsin sem gera páskabjór sendu inn alla sína titla. Kunnum við þeim sölufulltrúum sem hlupu undir bagga með okkur bestu þakkir fyrir!
EDIT: Ritstjóri vissi ekki að Gæðingur ætti til páskabjór. Ritstjóri hafði ekki séð Gæðing í þeim páskabjórsumfjöllunum sem hann las áður en páskabjórsmakkið fór fram. Ritstjóri sendi Gæðing rafpóst á sama tíma og önnur brugghús fengu samskonar rafpóst en fékk ekki svar. Gæðingur hefur áður verið með í bjórsmakki Halans og er það vel.
Fyrir þá lesendur sem vilja vita um forsendurnar fyrir þessu smakki, dómaravalinu, nálgun og framkvæmd þá er tilvalið að lesa inngangin að fyrsta smakkinu - Jólabjórssmakkinu - sem var (hér).
Ennfremur voru þessi fleygu orð látin flakka, til nánari glöggvunar, í tengslum við Þorrabjórsmakkið (hér), "Enn og aftur er sá fyrirvari hafðir á að við teljum okkur ekki sérfræðinga eða sérlega vel upplýsta bjórgæðinga, þvert á móti. Okkur þykir einfaldlega gott að sötra öl, nostra við það og láta koma okkur á óvart."
Haft í huga:
- Dómarar fengu ekki að sjá umbúðir bjórsins, nöfn voru á huldu og dómarar máttu ekki ræða sín á milli.
- Hvort bjórinn sé páska- eða hátíðlegur.
- Mun ég versla hann?
- Plötur á fóninum: Black Milk - Tronic. Beck - Guero. Common - Be. Raw Soul - Ýmsir flytjendur.
- Viðvaningar eins og við erum jú þau sem kaupa svona bjóra, þannig að ekki fjárfesta um of í skoðunum okkar.
1. sæti - VÍKING PÁSKABJÓR
2. sæti - PÁSKA BOCK
3. sæti - PÁSKAGULL
Víking Páskabjór (4,8%) Hlekkur
- Léttur, mjúkur og lagerlegur. Fínn á bragðið og fallegir á litinn. Gott eftirbragð.
- Góður gæji. Bragðmikill. Lifir ekki lengi í munni. Góð karamella. Öskrar ekki beint páskar, frekar jóló ef eitthvað er.
- Brenndur en léttur. Ágætur til að starta kvöldinu. Tónar ekki nógu vel við hipphoppið. Langt eftirbragð.
- Undarlega ágætt moldarbragð. Mikill toppur og fínasta popp í þessum. Flottur á litinn. Mætti vera bitrari og sætari en alveg hreint ágætis bjór þrátt fyrir að vera ekki hátíðlegur.
- Beittur á bragðið. Maltað, millidökt og ljóst bragð.
- Góður. Bock-legur, sætur en ekki væminn. Fallegur á litinn. Gott eftirbragð en ekki mikið. Svolítið beiskur þrátt fyrir sætuna.
- Ágætis bjór. Fann smá kaffibrennslubragð. Finnst einn svona fínn en myndi ekki drekka marga svona.
- Ekki gott bragð fyrst en verður fljótlega betri. Ekki hot litur.
- Flottur litur, mjúkt bragð, mildur og tær. Hint af einhverju svona gourmet, súkkulaði jafnvel.
- Jesú myndi sennilega ekki rísa upp frá dauðum til að versla sér kippu af þessum, en myndi örugglega hafa hann með matnum í síðustu máltíðinni.
- Frekar rammur en góður.
- Þessi er bragðsterkur, Jón Páll ha? Ekki spennandi lyktarlega. Dáldið eins og kalt, beiskt te.
- Mér finnst þessi vera frekar góður. Rafgulur, meðalristun og bragðið ekki allt of krefjandi.
Páskakaldi (5,2%) Hlekkur
- Fallegur litur, mjúk froða, smá karamella. Ætli þetta sé páska bock? Sama hvað hann heitir þá fíla ég hann.
- Ferskur og léttur eins og Gauji litli í Tae-Bo. En bragðið er ekki að gera sig, álbragð úr glerflösku er ekki fresh svona eftir á að hyggja. Step up yo game.
- Fokkings vondur.
- Eins og háskólastelpa í vísindaferð: Pínu óspennandi en sæt, og verður skárri með hverjum sopa.
- Rauðleitur. Kandískeimur, dálítið dammi en mildur. Mig langar í kandís núna og meira svona.
- Betra bragð en þessi fyrsti. Samt ekki að sjarma mig. Fær líka fimm broskalla af tíu.
- Það örlar fyrir einhverju karamellubragði. Samt frekar flatur. Nei, ég fíla hann ekki.
- Ekki mjög bragðsterkur - mildur líka og fallegur á litinn. Í léttari kanntinum. Góður á réttum forsendum.
- Lítil lykt, pissubragð, mjög beiskur og millidökkur.
- Góð froða og svipaður rauðbrúnn litur og hjá fyrsta bjórnum. Það er eins og þessi vilji vera með bragð en hann þorir ekki að vera með persónuleika. Því miður ert þú of bragðlítill. Eitthvað rugl milli beiskju og biturðar. Hvorugt poppar út.
- Þessi kemur vel fyrir. Ilmar af karamelli. Varð bara betri og betri eftir því sem leið á glasið. Toppar þann fyrsta og er góður kandídat í þessari keppni.
- Litur og bragð fara ekki saman. Liturinn gefur til kynna að hér sé öflugur bjór á ferð. Fínn í útileguna = magn/hraðdrykkja. Dansar á dansgólfi meðalmennskunnar og tæplega það. Er ekki einu sinni að reyna. Dreggjarnar af þorrabjórnum?
- Margslunginn og skemmtilegur. Ekki besti bjórinn, langar ekki í marga en frábært að fá sér svona á fimmtudegi. Reynir á mann.
Páska Bock (6,7%) Hlekkur
- Mjúkur og þungur. Flauel á tunguna. Koparlitur. Smá karamella. Sælgæti. Er þetta kannski besti bjórinn?
- Þetta er Bock-inn! Mjög góður, mikil karamella (er það ekki annars?), mikið bragð og gott eftirbragð. Nammibjór = páskabjór. Maður þarf ekki að kaupa páskaegg, leitar bara að bjór á páskadag.
- Það er að skapast ákveðin staðalmynd í þessum bjórum. Þessi virkar á mig eins og sá fyrsti en virðist þó minna brenndur og beiskari.
- Allir í sömu litapælingunni. Þessi er strax merkilegri en þeir sem komu á undan. Rammt bragð er ekki endilega slæmt en endirinn á þessum er fullorðinslega rammur og því eftirtektarverður, samt nóg af poppi og "rjóma" til að fæla engan frá.
- Mildur, lagerbragð, ljóst bragð. Millidökkur.
- Enn og aftur bock-bragð. Svipaður þeim fyrsta. Kannski meiri beiskja. Dökkur á lit. Fínn bjór.
- Þessi er góður. Þokkalega bragðsterkur.
- Er þetta Coca Cola?... Nei, nei, nei, ekki gott. Tveir og hálfur broskall.
- Komið kaffi í bollan, púðusykur jafnvel bræddur. Karamella. Gæti max tekið einn svona en hann er góður!
- Svolítið eins og Framsóknarflokkurinn: Kemur ekki manni í borgarstjórn, þótt einhver eigi eftir að kjósa hann.
- Full rammur.
- Kaffikeimur og dökkur. Beiskur djöfull og hlýr. Pottþétt góður með einhverju. En hverju?
- Þetta er mjög góður bjór. Karamella, maltaður, milliristaður og næs. Ætli þetta sé Bockinn? Ágætt áfengismagn, gott kick in da mouth.
Steðji Þari (4,8%) Hlekkur
- Kaffi, svolítil sæta. Hva? Er karamella í öllum páskabjórum? Mér finnst hann ekki góður.
- Lyktar eins og "fine cup of coffee." Léttur en lítilfjörlegur. Eitthvað sem Norm í Staupastein myndi drekka.
- Flatur.
- Sumir komast aldrei suður um páskana en þessi er fær í flest veður. Mjúkur eins og flugstóll í Saga-Class hjá Flugleiðum.
- Meira kaffi, mætti samt vera sterkara kaffibragð. Þessi er eitthvað off. Vantar herslumuninn. Lyktin er betri en bragðið.
- Bara veit ekki hvað mér á að finnast...
- Of sætur. Nei takk.
- Hér er ekkert bock-bragð á ferð. Dökki liturinn virðist vera gegn um gangandi í páskabjórnum. Hann er kannski helst til bragðlítill í svona litlum sopum. Léttur og mildur, kannski betri ískaldur í þyrstar kverkarnar.
- Eignlega alveg eins og fyrsti.
- Pilsnerfílingur, léttur bjór og með mildum ávaxtarkeim en sérstöku eftirbragði sem vinnur gegn venjuleikanum. Kannski ekki páskar beint en klárlega fresh. Ég vil meira af þessum.
- Það er haldið uppteknum hætti hér, nær bjór tvö í bragði. Karamellukeimurinn að gera aftur vart við sig. Góður en eitthvað rangt við eftirbragðið.
- Eitthvað bragð sem ég kann ekki við. Órætt í nefi. Finnst hann vera að segja mér eitthvað sem var ekki satt. Slæm kópía af einhverjum lit í Ópal.
- Lyktar af léttristuðu brauði. Fágaður en bragðlítill. Eins og það vanti eitthvað í hann. Hittir ekki alveg í mark. Smá vonbrigði.
PáskaGull (5,2%) Hlekkur
- Lagerbjór með smá aukabragði. Léttur og ljúfur. Lítið og létt eftirbragð.
- Vatnskenndur. Bætir engu við sem lager af barnum býður upp á. Páska-ferskeytið á ekki rétt á saér. Ekkert spes. Leiðinlegur. Vonbrigði.
- Loksins breyttist þetta alsráðandi bragð. Hinsvegar ekki neitt merkilegur bjór. Mjög basic og lager-legur. En kærkomin tilbreyting í þessu smakki.
- Af hverju að gera flatneskjulegan og bragðlausan bjór og kalla hann hátíðar-eitthvað? Von að vona að með dósinni kæmi einhver gredda en þetta eru ógeðslega leiðinlegir sopar. Lager með neifteynd af malti. Það er samt svo lítið malt í þessum að maður þarf virkilega að leita af því.
- Bleh, þessi bragðast eins og allt venjulegt.
- Bragðlaus og óspennandi. Bragðast svolítið eins og ljós og leiðinlegur drykkur. Bleh.
- Fínasti bjór. Líkur Víking Classic. Varð ekki var við neinn páskafíling.
- Já maður. Þessi er bestur. Er þetta einu venjulegi bjórinn hérna?
- Vantar gourmet lyktina af þessum. Léttur og hress. Auðvelt mál að taka nokkra af þessum. Hann vantar samt einkenni.
- Eins og Volvo 240: Öruggur og virkar endalaust. Eða ætti ég frekar að segja eins og Benz, öruggur og classy? Mig langar að fara í gáfulegar samræður og semja ljóð.
- Fullkomin blanda.
- Ójá. Þrjú orð: Fokkings nomm! Ljósari en undanfarnir. Gott bragð. Frábær froða, gott partí og gott fólk. Þessi hentar vel í páskafríinu. Jesú yrði stoltur.
- Mér finnst þessi mjög fínn í magndrykkju. Ekkert mjög mikið að frétta samt, svolítið vatnskenndur.
Jesús nr. 24 (7%) Hlekkur
- Ljós, reykt bragð. Mér finnst þessi eiginlega mjög vondur. Oij. Ég skil hann ekki.
- Mjög sætur, eiginlega of sætur. Meiri sumarbjór heldur en páska... Næsti!
- Funky eftirbragð. Algjört eitur.
- Páskalagerinn mættur. Eins gott að það verði gott veður um páskana.
- Uss! Eitthvað óbragð af þessum. Svona gervisætubragð. Ógeð. Drekk hann samt. Segir kannski meira um mig in bjórinn.
- Ekki gott. Ég get ekki meir. Nasty! Get ekki klárað úr glasinu mínu. Ég helti honum.
- Mjög sérstakur á bragðið.
- Rosalega ljós. Dökkurbjórskenningin afsönnuð varðandi páskaölið - páskabölið. Djók. Sterk lykt og skrítið bragð. Erfitt að benda á hvaðan þetta skrítna bragð kemur. Ekki sérlega gott að mínu mati. Erfitt að þræla honum í sig.
- Ljós bjór. Smjörbragð. Skrítið bragð og lykt. Samt betri en allir hinir.
- Lýst ekkert á þennan lit. Skoppandi hress aftast á tungunni og á leið niður kokið. Ég veit ekki hvernig páskar eiga að smakkast, kannski ekki svona. Þessi er samt svo léttleikandi og skilur eftir sig góða strauma. Hann er með undarlega mikið kikk samt veit ég ekkert um áfengismagnið. Fíla hann.
- Jesús minn góður! Sker sig úr hópnum. Mjög góður, smá meðalaeftirbragð. Held samt að Belgarnir drekki ekki bara bjór á páskunum. Ætti að vera í boði allan ársins hring. Enginn páskabjór en besti bjórinn hingað til.
- Ekki mitt kaffi. Áhugaverður, kryddaður og spes. Gaman að finna bragðið í gómnum og aftan í kokinu. Jú, hann er mitt kaffi en mér brá pínu við fyrsta sopann. Mjög ólíkur hinum. Ekki beint páskabjór en eflaust geggjaður með mat. Áhugaverðasti bjór kvöldsins. Minnir á belgískan gæðabjór. Vá, þessi er rosalegur!
- Klapp, klapp, klapp. Miðað við staðaltýpurnar á undan þá er þessi ballsy. Fíla hann. Bragðmikill, léttur og grípandi. Dálítið eins og gott lag með Beck.
Smakkendur:
Sigurður Sölvi Seagal - Sjúkraþjálfi (Bati)
Agnes Erna - Bókhaldari og söngkona (1984 Hosting)
Guðmundur Ingi - Leiðsögumaður
Þórir Hall Stefánsson - Alþjóðasamskiptafræðingur og húsfaðir
Jóhanna Lind - Meðferðarfræðingur
Petra Bender - Hönnuður og þúsundþjalaskokkari
Arna Björg Ágústsdóttir - Lífeindafræðingur
Höskuldur Þór Höskuldsson - Ljósmyndari
Ævar Örn - meistari í samanlögðum (twitter)
Lovísa Sigrúnardóttir - tónlistarkona (Lay Low, Benny Crespo's Gang)
Birkir Fjalar - Ritstjóri Halifax Collect, tónlistamaður
Sérstakar þakkir fá Hafsteinn B. Árnason (twitter), Óli Rúnar, Erla Eiríksdóttir, Dagbjartur Arilíusson og Hreiðar Þór Jónsson.
























No comments:
Post a Comment