Er þetta í sjötta skiptið sem Halinn efnir til bjórsmakks (í lok greinarinnar sjáið þið linka á eldri smökk). Vil ég byrja á að þakka þeim sem láta okkur svo gjarnan bjóra sína í té.
Bjórsmakkarar Halans eru af ýmsu tagi; áhugafólk, „casual drinkers“, fólk sem er nokkuð vel að sér í bjór eða bara alls ekki. Við erum fólkið á götunni. Við erum fólkið sem kaupir bjór. Hér er enginn fyrirsláttur, snobb eða þykjó, við dæmum bara eftir okkar eigin tungum og nefi. Reglurnar eru sárafáar:
- Blindsmakk
- Dómnefnd má ekki tala um bjórinn fyrr en allir hafa skilað inn áliti sínu
- Þau sem vilja gefa stjörnur. Það er ekki nauðsynlegt.
- Haft í huga hvort bjórinn sé jólalegur
Skemmtilegt, en hluti dómnefndar kom sér saman um að hæsta einkunn yrði 7 af 7 mögulegum.
Red Hook Winter bjórinn var sérstakur gestur. Hann var ekki með í matinu sjálfu.
Dómnefndina skipuðu: Petra Bender (textílhönnuður), Birkir Fjalar (meðferðafulltrúi), Bóas Hallgrímsson (heimsspekingur), Hörður Ólafsson ((Tónl)listamaður), Sævar Björnsson (ráðgjafi), Arna Björg (lífeindafræðingur), Hannah Girvan (lífeindafræðingur), Bogi Reynisson (hljóðupptökumaður), Guðmundur Birgir (framkvæmdarstjóri).
Ánægjustöðullinn var í höndum Hafsteins Árnasonar, sem er í óða önn að klára Master of Business administration nám, (twitter) líkt og í fyrra. Og hér eru eru topp þrír bjórarnir (fyrir neðan eru svo athugasemdir dómara).
1. sæti - Almáttugur Steðji
2. sæti - Þvörusleikir Rauðöl nr. 28
3. sæti - Jólagull
Steðji Jólabjór,5,3%
- Daufrauður liturinn lét mig hafa áhyggjur af bragðinu. Yrði hann leiðinlegur? Ágætis toppur, milt, brent viðarbragð sem er ánægjulegt en byrjunin á bjórnum er dauf og vatnskennd, og rænir hann þannig hátíðleikanum sem ég leitast eftir. Tiltölulega veikt, sætur rauðöl sem hittir fyrir pils bjór í sömu flösku.
- Liturinn eins og við er að búast af jólabjór, rauðbrúnn og gljáandi. Í bragðinu tek ég fyrst eftir lakkrís eftirkeim, jafnvel smá kol eða brunabragð, viðbúið af litnum. Liggur vel og auðveldlega hugsanlegt að drekka nokkra af þessum. Ekkert brjálað í gangi þó, og ég myndi dæma hann dálítið sem „safe“ jólabjór.
- Vel létt(þéttur), bragðgóður, maltrugl, samt eitthvað svo óspennandi. 2 stjörnur af 7.
- Lyktar eins og blautur hundur skriðinn upp úr ferskvatni. Sætur eins og eðlilegt er með þessa hátíð. Kolsýran kitlar aftast á tungunni. Frekar hlutlaus en gæti orðið vemmilegur ef menn ætla að sulla mikið í þessu. Bragðið betra en lyktin! Brenndur sykur, Myndi henta vel með afgöngum af reyktu kjöti í casual jólaboði.
- Sætur keimur, fínt bragð. Soldið jólalegur. Karamella. Fjórar af sjö.
- Bullandi Billy Corgan í þessum. Djús í 10. bekk. Hvar er alkahólið. Sorry, var með tyggjó.
- Amber colour. Smooth but a strong character. Not a favourite, very strong flavour. Maybe good with meat. Not the best. Similar to when you drink a bud but richer, more savoury flavour. I didn’t taste Christmas. 3 out of 7.
- Léttur og hressandi. Örlítil sítróna. Leikur vel um kverkar. Fimm og hálf af sjö.
Thule Jólabjór, 5,4%
- Dökkur rauðbrúnn litur, freyðir vel. Eitthvað sígarettustubbabragð þarna í lokin sem gerir mig fullkomlega afhuga bjórnum. Sennilega á hann heima með þorramatnum sem þú vilt síður leggja þér til munns.
- Örlítið dekkri en fyrsti., en strax miklu meira óspennandi. Mikið brunabragð en mér finnst ekkert sitja eftir. Klárlega týpískur nr. 2 en einfaldlega óspennandi.
- Örlítið þéttur, væmið eftirbragð, skilur ekki mikið eftir annað en hvað hnattvæðingin hefur tekið miklum framförum. Smá eins og hann sé kominn ufir sinn „pime time.“
- Fallegur litur. Sætan strax áberandi. Aftur komum við að því að jólabjór á erindi með söltum mat, sætan og saltið eiga að harmónera, en sem bjór til drykkju þá veit ég ekki. Færðu mér hangikjét og sjáum til.
- Ekki svo sætur. Skítsæmilegt bragð. Maltkeimur. Minnir á pilsner. Ekkert sérstaklega jólalegur. Þrjár af sjö.
- Góð lykt, sætur, bitur. Góður í koki.
- Good head - Bonus! Rich brown colour. Smells of nothing, Flavour is nutty, delicious, absolutely lovely. Quite heavy, late evening/ bedtime drink. Would be good for winter time. Awesome. Smooth, rich, nutty and lovely. Would order again. 6 out of 7 stars.
- Falegur litur, þó full ljós fyrir jólastemmninguna. Of sætur. Lyktin ekki nægilega undirgefin og bjóðandi. Fjórar pentagram af sjö.
Víking Jólabjór, 5,2%
- Svaka „popp“ í þessum eins og flestum lager/pils. Ögn dekkri á lit en téðir bjórar en annars hundleiðinlegur pöbbabjór í anda Tuborg Classic og Viking Classic o.s.frv.
- Þó ekki sé liðið langt á smökkunina þá er hún strax orðin einsleit. Aðeins meira beiskja í þessum en fyrri bjórum. Þessi er ekki góður en þó liggur aðeins meira í honum en þessum á undan.
- Ekkert. Ein stjarna af sjö.
- Gullinnbrúnn eins og þemað er, ferskari en þeir sem á undan hafa komið. Kolsýran frekar mikil, tiltölulega þægilega hlutlaus og laus við frekju. Sem er vel. Enginn ruddi en áhugaverður mjöður.
- Frekar bragðlítill. Mikil kolsýra. Alls ekki jólalegur. Smá sítrónubragð. Tvær af sjö.
- Hei. Ef ég ætla á fyllerí þá nenni ég ekki bragðlausum pilsner úr fokking Fossvoginum.
- Good head. Medium auburn brown colour. Delicious but not as strong or nutty as beer number 2. Good for mid to end of night drink. Quite sweet. Maybe christmassy, I have no idea. Quite light and smooth. 5 out of 7.
- Verksmiðjustemning, liturinn óspennandi, enginn hátíðarbragur. Núll komma sjö satansstjörnur af sjö satansstjörnum.
Jólabock, 6,2%
- Dökkrauður. Loksins koma humlar upp í sopa. Það eitt ýtir þessum framar en fyrstu þremur. Örlítið brendur, smá karamella, dash af kaffi og léttur hnetukeimur. Alls ekki þykkur en temmilega keppnis hvað það varðar, þ.e.a.s. þetta er ekki eins og kolsýrt vatn með pils bragði. Næg kolsýra til að gera hann ekki of spekingslegan.“ Vel gert.
- Loksins fer eitthvað að gerast. Sá dekksti hingað til og miklu meira að eiga sér stað á tunginni. Hann hoppar þó á lestina í bragðinu eins og hinir, brendur, smá lakkrís. Sá besti hingað til.
- Gervibragð, Pepsi Max, aspartan, smá karamella, krúttlegur.
- Þetta er höfugt. Kúltíveraður mjöður og líklega hafa menn setið lengi yfir þessari uppskrift, átt við bygg og brent það. Ég er hrifinn. Liturinn er fallega gullinn og kannski er ég að vera örlátur en hann er skemmtilegri en annað hingað til. Færðu mér þroskaðan Gouda eða primadonna og ég er "Go." Ávöxtur. Kannski ferskja? Nammi.
- Bitur. Ágætis bragð. Maltbragð. Reyktur, töluvert eftirbragð. Appelsínubörkur. Fjórar af sjö.
- Æ, ég veit það ekki. Djöfulsins pilsner…
- No head. Dark. Christmassy. Malty. Close to being smokey. I drank it a bit too fast, but it was nice and I would order it at a gig, but not as a starter drink. It’s a nice “medium” drink for slappa af, rather than dancing the night away. 5 out of 7.
- Sætur og hátíðlegur, ekki nógu djúpt bragð. Fallegur litur. Heilmikið hressilegheitsgildi. Fimm komma fjórar stjörnur Satans af sjö slíkum.
Jólagull, 5,4%
- Litur ögn rauðari en í fyrsta bjórnum. Byrjar eins og toppríkur pikls en endar með hveitibjórseftirbragði. Það er lúmskt spes, þótt það sé ekki minn bjórbolli. Örlítill sítrónukeimur. En alls engin jól.
- Þarna kemur einns sem sker sig úr. Mikill berjakeimur. Nú veit ég ekki hvort það sé vegma þess að hann er það frábrugðin hionum en þetta fíla ég. Frískandi og nokkuð skemmtilegur. Alls ekki flókinn, en mjög góður.
- Bragðágætur, léttur, gott eftirbragð, ekki beint eins og að naga belti, meira eins og að blanda saman nokkrum tegundum. Ávaxtakeumur, ananas? Ágætlega góður. Tveir bjórar af fimm mögulegum sætum kartöflum.
- Hérna erum við að tala. Kannski ekki saman. En tala samt. Þetta er spennandi. Lyktin er ferskari en af öðrum bjórum í kvöld. Það er „fruity element“ en samt reykt bragð. Þetta er vandað en kannski ekki alveg mitt. Smá brenndur sykur, sýra og áhugavert sambland. Jahérna, jú, þetta er mitt. Færðu mér eina piparköku og smá gorganzola, eitt vínber og þetta er komið! Halelúja!
- Indian pale ale, ávaxtakeimur. Sterkt bragð. Ekki jólalegt. Samt ágætur. Fjórar af sjö.
- Nettur. Strax nammi í munni. Galsi.
- Smells nice. Tastes almost sour, maybe orange? Christmassy, light. I prefer a richer taste, this was almost citrusy and not my preference but still tasted alright. I made a stick man drawing on my ballot, not sure why. 5 stars out of 7.
- Fíla þessa týpu ekki. Rauðhumlaskratti, píkufílingur. Spritz og sprei. Hveiti. Fjórar af sjö.
Tuborg Christmas Brew, 5,6%
- Þegar ég sé litinn þá fordæmi ég þennan sem eitthvað pöbbarugl. Freyrðir líkt og hversdags-lager. Ég átta mig ekki á tilgang þessa bjórs. Hálfgerð móðgun við viðskiptavinin að kalla þetta jóla eitthvað. Það eitt að gera umbúðirnar jólalegar skilar ekki jólabjór í glas. Metnaðarleysi og leti.
- Ótrúlega mildur, lúmskt spennandi, óvart þægilegur og góður. Magndrykkjubjór kvöldsins til þessa.
- Mjög bragðgóður, virðist flatur en hefur gott eftirbragð, líklega vel lagt í hann. Góður partíbjór. Góður bjór sem virkar vel fyrir bjórsjúklinga og partídýr. Þrjár stjörnur af sjö.
- Þessi er næstur því að vera „lager“ hingað til, en samt með persónuleika. Ljós, kallar á mat og væri til í asískan, basil og ostrusósu. Minna jóla kannski og ekki alveg festive. En samt ljúfur og vandaður.
- Karamellukeimur, sætur, jólalegur. Góður með eftirrétti og síld. Fjórar af sjö.
- Namm. Kaffi, good shit. Samt ljós og góður.
- Smells nice. Hint of caramel. Light, refreshing, smooth, full of flavour (rich) and not a meal (like Guinness). Good 'early' to 'mid' night drink. Full of flavour. Kind of like a belgian brew. 6 stars out of 7!
- Gæti hugsað mér að drekka slatta af þessum. Auðvelt bragð. Þrjár og hálfar af sjö.
Giljagaur nr. 14, 10%
- Nú fór eitthvað að gerast. Skýjaður í glasi. Rosa mikið af brögðum ef svo má segja, en alls ekki þungur né þykkur. Jújú, hann rífur örlítið í en þetta er ekki eins og að drekka sósu. Hvass, hátíðlegur og skilur heilmikið eftir sig á tungunni að sopa loknum. Fer hinn gullna meðalveg áhuga- og hversdagsdrykkju. Kolsýran er gerinileg og léttir því róðurinn, smá beiskja, en nóg af hlýjum straumum.
- Þessi er virkilega spes. Veit ekki hvar ég á að byrja, svo ég sleppi því. Þetta er eins og að heyra plötu með bandi sem þú elskar og þekkir mjög vel en platan er fáránleg og á einhverjum allt öðrum stað.
- Einstakt eftirbragð, sykurleðja, þétt bragð, of mikið bragð og lykt. Stop pushing it, bruh…. Eftirbragðið í raun það besta við hann.
- Þessi er sérstakur. Sterkt áfengisbragð, örlítið rjómakenndur, rammur. Það er smá lakkrís í þessu anís. Ljós yfirlitum, þoka í glasinu. Dimmt element og vandað. Ég ímynda mér að þrír svona yrðu til að láta menn dansa í skugga jólaóminnis hegrans!
- Þungur bjór, mjög bragðmikill, reykt bragð. Smá chilly. Hann er eiginlega too much. Erfitt að drekka mikið af honum. Smá spírabragð. Þrjár af sjö.
- Jólabeiskt. Þetta er meira frútí. Samt allt eins…
- The best one! Soooooo good! Smells delicious. Smooth and rich. Caramel. Subtle spice. Absolutely delicious. Refreshing. 7 stars!
- Enn þessi rauðhumlasnípur. Þó nokkuð fyllandi bragð, góður ilmur og fallegur litur. Sex komma tvær af sjö.
Almáttugur Steðji Jólaöl, 6%
- Vel dökkur en merkilega mikill toppur miðað við lit og áferð. Góð lykt, brennd og viðarkennd. Ég er að hugsa um rúgbrauð og kaffi, en léttur þrátt fyrir það. Sker sig úr. Þetta er öl. Lakkrís. Fullt að gerast. Kannski ekki svaka jóló en ég vil gjarnan hitta þennan aftur. Hann verður nefnilega betri því dýpra sem maður fer í glasið.
- Mjúkur, dökkur og strax segi ég frábær. Ég verð að játa að bragðlaukarnir eru farnir að bregðast mér í sérstakri sannfæringu. Þar eru þessi sígildu „jólabrögð“ en það virðist meira finesse í þessum, svo ég sletti.
- Massaður, sósaður, ekkert kjaftæði, bara bjór. Örlítið þungur, ljúft eftirbragð. Fjórar af sjö.
- Nei, bíddu bíddu. Hér sé lakkrís og dökkur gullinn litur. Svo dimmt í glasinu mínu að þar er skammdegi. Bragðgott skammdegi. Ljúfur drykkur og ég sé fyrir mér arineld. Það er ekki pláss fyrir aðra bjóra eftir þennan. Bara eldurinn snarkandi í arninum, kannski pekanhnetur og ostar. Mmm, ég er upprifinn. Ég stælist alveg í þennan og afganga rétt fyrir koju. Ég er mjög sáttur. Jibbý og jei!
- Jólaölsbragð, þægilegur til drykkju. Ekki sterkur. Ávaxtakeimur. Sætur bjór. Fimm af sjö.
- O.k. Petra er hætt að teikna.
- Good head (the frothy bit). Rich, smooth, smells good. Chocolatey, stout almost. Dark and rich brown/amber colour. Tastes like a delicious meal of chocolate. 6 stars out of 7. A late night drink as it's quite heavy.
- Dökkbert. Góð fylling, sætur og maltkendur. Mýkt. Malt, malt og aftur malt. Fimm af sjö.
Þvörusleikir Rauðöl nr. 28, 7%
- Freyðir vel og liturinn fallega ljósrauður. Eins og rauður pale ale. Ansi mikið gos í honum…. og ég veit ekki hvað það er, þægilega beiskur. Hann vekur, heldur manni við efnið en ekkert offors. Hægt að nostra við hann lengi en gæti alveg tekið tvær til þrjár flöskur í sama session.
- Þessi datt inn á sama og Fleetwood Mac kom á fóninn. Viðeigandi? Já, veistu ég held það. Fínn, og þegar maður rýnir í hann: vel pródúseraður en þó er eitthvað óþolandi til staðar. Ætli það sér Stevie Nix?
- Þetta bragð. Þéttasti hingað til. Kóngarnir drekka þetta á þriðjudögum. Beiskur, sem er jákvætt. Þéttbýli frekar en dreifbýli. Mikið frelsi sem getur verið neikvætt. Fimm af sjö.
- Lyktin til fyrirmyndar. Anganin er með smá kanil, eða negul. Nema hvort tveggja sé. Aftur eilítil rjómatilfinning. Mikil fylling, fullorðinsdrykkur. Fallega rauður litur. Jólasveinninn myndi gleðjast yfir haftinu, litarhaftinu. Leggst skringilega á tungu, ekki alveg eins og jólateppi en samt… Þetta er svolítið magnað. Ég finn andann… Kannski ekki rétta andann, jólaandann. En vínandann. Þessi er líka sá níundi í röðinni.
- Svakalega mikið bragð. Finnst bragðið ekki mynda góða heild. Frekar of flippaður. Brent bragð. Mjög flottur á litinn. Þrjár af sjö.
- Heitur, heitur. Namm, namm í munn!
- Good head. Amber colour. Smells of honey or hops. Hops. Strong flavour but still quite light and refreshing. Medium (mid-night drink). Full of flavour, maybe a bit sour. 4 stars out of 7.
- Berjahreðjar, nokkuð loðið og sveitt. Kynörvandi, þó án þess að vera ágengur. Nokkuð rammt bragð. Fimm komma fimm af sjö.
Winter Hook, 6%
- Vissi hver þessi var áður en hann komst inn fyrir varir mínar. Þurrt en hlítt öl. Æðislegur. Og ég geri ráð fyrir því að ég muni drekka marga svona. Hann er líkt og IPA útgáfan af því sem á undan er gengið.
- Ferskur andskoti. Gæti drukkið baðkar ef hann væri kaldur. Líklega vel gefinn, pínu skítugur. Fjórar sætar kartöflur af sjö mögulegum.
- Basic IPA bragð, smá ávaxtakeimur. Ekkert nýtt að gerast. Fjórar af sjö.
- Auðveldasti bjórinn, endalaus hress, léttur og leikandi. Sex af sjö.
- Tastes like a Borg I had a while ago. Refreshing, easy to drink, full of flavour, a lot like Borg 19 or 26. Early to medium drink. 5 stars out of 7.
Tengdar greinar
[BJÓRSMÖKKUN] Steðji Októberbjór
Sumarbjórsmakk Halans: Steðji sumarbjór
Páskabjórsmakk Halans: "Fallegur litur" útgáfan
Þorrabjórsmökkun Halans: "Fábjórt en góðbjórt" útgáfan
Jólabjórsmökkun Halans: (Ó)venjulegt fólk drekkur tækifærisbjór! "Þú komst með jólin til mín" útgáfan.
No comments:
Post a Comment