Interviews

Monday, February 9, 2015

Þorrabjórsmakk heiðarlegra spjátrunga 2015

Þorrabjórsmakkið í ár er annað þorrabjórsmakkið í röð (hið fyrra) hjá oss og markar það sömuleiðis áttunda bjórsmakk Halans. Því má segja að mikið ölæði hafi gripið mannskapinn og væri það ekki mögulegt án þeirra brugghúsa sem taka vel í uppátækið og senda inn sína fulltrúa í vökvaformi.
Að þessu sinni var þorrabjórsúrvalið mun meira en í fyrra og er það Borg Brugghúsi að þakka þeir brugguðu fjórar mismunandi útgáfur af Surtu þetta árið. Ölgerðin, Vífilfell, Gæðingur og Steðji tóku þátt sem fyrr en Kaldi sá sér ekki fært að blanda sér í slaginn. Hvernig ætli hann hafi bragðast í ár?

Dómnefndin ár var ekki af lakari taginu. Fjöllistamaðurinn Holaf (twitter), tómstundahvíslarinn Sævar, úberplöggarinn Guðný Hlemmur PR (twitter), Þúsundþjalatónlistarsmiðurinn Elli Bang úr Ojba Rasta, Birkir ritstjóri bloggsins (twitter), Besti vinur Sage Francis hann Ævar (twitter) og Þórir hinn Franski, voru smakkarar kvöldsins. Þvílíkt! Ánægjustuðulstjórn var sem fyrr í höndum Hafsteins Árnasonar (twitter).

Útgangspunktar sem vert er að hafa í huga:
- Smakkarar vissu ekki hvaða bjór þeir voru með í glösunum hverju sinni, sáu ekki flöskurnar og var ekki kunngjört um nafn né framleiðanda.
- Smakkarar ræddu ekki um upplifun og skoðun sín á milli fyrr en var búið að skila inn niðurstöðum.
- Ef bjórinn var þorralegur, þá var það honum til tekna.


Þessir þrír bjórar voru í mestum metum í ár
1. sæti GÆÐINGUR ÞORRABJÓR
2. - 3. sæti SURTUR 8.2
2. - 3 sæti SURTUR 8

Þess má til gamans geta að aðeins eitt ánægjustig aðskildi toppsætið frá því öðru og þriðja. Fyrsta skipti í sögu bjórsmakks Halifax Collect að svona mjótt sé á munum, að svona lítill ánægju munur sé á milli annars og fyrsta sæti og sömuleiðis er þetta í fyrsta sinn sem annað og þriðja sæti eru jöfn. Hvalur 2 var í minnstum metum.

Gæðingur Þorrabjór, 5.6%
- Karamella. Góður. Er þetta einiberjagæjinn? Nei þetta er ekki hann. Smá beiskt eftirbragð. Jú þetta er hann!
- Þrusugóður, óvenju-léttur miðað við lit, leikur við bragðlaukana. Lyktin fældi frá í fyrstu en fléttaðist svo saman við yndiskeiminn sem einkennir þennan ljúfa krydd-djöful. 4 franskar af 5 1/2 mögulegum.
- Svakalega ljúf kaffilykt leikur við nasir. Eins og ESB bjór með greinilegu kaffi og karamellubragði. Ekki of sætur né klístraður. Kolsýran gerir tunguna tilbúna fyrir mjúkt eftirbragð. Humlarnir gætu köttað meira í gegn en kannski myndi það koma mýktinni í uppnám. Þessi er nokk brögðóttur jafnt sem góður og auðveldur.
- Bragðsterkur. Dökkbrúnn. Gott eftirbragð. Myndi ekki drekka marga svona. Mun kaupa hann út í búð.
- Flott leið til að byrja smakkið. Dökkur, mjúkur, smá kaffibragð. Pínu eins og vatnsblandaður porter. Það kemur einhver beiskja aftast í honum. Yfir höfuð bara fínn. Skorar nokkuð hátt á "Þorraskalanum."
- Þessi er nokkuð notalegur. Gott bragð. Ekki of mikið en nóg fyrir þorrann.
- Ég fíla sætt en ekki of sætt. Þessi er þannig. Vantar samt pínu upp á bragðið. Hálf daufur, en sleppur. Flottur litur. Dökkur burgandy.


Surtur 8.3, 12%
- Jarðaber neðan í þessum! Súr, reyktur. Not loving it! Of mikið. Fuhgeddaboutidd! Jarðaberjasleikjó.
- Greinilega harðasta efnið á markaðnum. Lyktin er mjög sérstök, erfitt að kortleggja hana. Verður sterkari með hverjum sopanum, of harður, myndi ekki leggja í heilan svona. Þarf líklega að vera létt kældur, má ekki vera of kaldur. Ágætis bjór en fer út um þúfur. 2 aroelo af 5 mögulegum.
- Stout eins og skot! Meðalþykkur og skemmtileg ryða í froðunni. Súkkulaði og sjerrí undirtónn. Ljúffengur sparibjór, en þó ekki bara fyrir lengra komna. Kryddið og áfengismagn hitar háls.
- Svartur. Mjög bragðsterkur. Bragðgóður. Of sterkur fyrir minn smekk. Myndi ekki drekka meir en eitt glas. Whiskey keimur af lyktinni. Myndi ekki kaupa.
- Þarna kemur einn hnausþykkur og spennandi. Það er mjög afgerandi lykt og bragð sem mér tekst ekki að greina. Spennandi, en þó bara í litlu magni held ég. Dáldið mikið.
- Ég held að þetta sé alveg málið fyrir gott þorrablót. Greinilega rótsterkur. Ekki æskilegt að taka nema eitt stylli á þorrablót.
- Kolsvartur. Sterkur fantur. Fast spírabragðið tekur allan vafa og jarðar hann. Of mikið að gerast. Ég er farinn.


Einiberja Bock, 6.7%
- Vondur. Eins og rammur, þreyttur lager kl. 04:45 á laugardegi. Hland!
- Yndislegur karamelluilmur. Bragðið jafnast ekki a´við lyktina. Vantar alla fyllingu í þetta kvikindi. Óspennandi, en lyktin ljúf. Þessi á undan hafði líklega eitthvað að segja um upplifun mína á þessum. 1 og 1/2 hjarta af 5.
- Bock sem er þrjú kortér í ESB. Ögn rammur en mætti vera bitrari. Finn ekki þorrann hér. Gæti hæglega verið heils árs bjór. Gaurnum sem þykir Heineken besti bjór í heimi þætti þessi væntanlega of "skrítinn." Sem er í sjálfu sér meðmæli frá mér. Engar áhyggjur. Fínn bjór.
- Bronslitaður, látlaus, bragðgóður, léttur. Myndi kaupa til að sötra. Lager með tvisti.
- Fyrst um sinn bragðast þessi eins og vatn við hliðina á tröllinu á undan. Ég finn dálítið reykt eftirbragð og hann ilmar vel. Það er þó lexía í þessu að stunda ekki "eðlilega" bjóra á eftir bragðbombum. Þessi á skilið aðra tilraun. Eftir munnskolun fór maður að geta metið þetta almennilega. Rauðleitur, smá brenndur og örlítið reyktur. Þessi hentar í magndrykkju. Enginn bragðmeistari; safe, góður og frekar léttur.
- Ég er glaður með þennan. Hann fer auðveldlega niður. Myndi taka þrjú stykki með mér á blótið.
- Þristurinn er mættur. Ögn dökkur með léttri froðu. Léttur, og bragðið er eftir því. Mjeh.


Egils Þorragull, 5.6%
- Léttur, sumarlegur. Er'etta ekki bara Viking Lager? Fíledd'ekki. Tíma- og peningasóun. Djöfull, núna er ég bara pirraður!
- Léttur og ljúfur, lyktar eins og hvítvín. Smá eins og bjór með ávöxtum. Ágætis bjór og allt það. 2 hringir af 5.
- Bah! Pilsner! Letihaugalager! Af hverju? Bara til að setja nýjan límmiða og selja á fölskum þorraforsendum? Þetta er lásí tilraun til að gera gleymanlegan lager "bitrari." Smá appelsína í eftirbragðinu, en samt, bjórinn er óþarfur. Á ekki heima hér.
- Ljósgyltur - svolítið eins og piss á litinn. Mildur. Ekki eftirminnilegur.
- Þessi þorir að fara í gagnstæða átt við hina. Ljós-hvít-gulur. Fær plús í kladdann fyrir að fara eitthvað annað en gerir ekki mikið fyrir mig. Daufur og dálítið flatur.
- Þetta er nú greinilegur þorrabjór miðað við þá fyrri. Það væri samt ekki vitlaust að taka eins og eitt stykki af þessum lauflétta bjór á blótið... Á móti þeim sem þyngri eru.
- Þessi er ljós á hörund. Lagerleg froða. Fínn til að fá cher nokkra í röð. Fíla þetta. Sleipur kreðg.


Þorraþræll – Extra special bitter, 4.8%
- Mjeeh... Ágætur magndrykkjubjór. Enginn negull í þessum.
- Þessi er í stuði. Flottur, bragðgóður. Ævintýri en þó ekki sjóræningjar. 3 spíralahringir af 5. (Gleymdi mér þó, drakk hann of hratt).
- Dekkri en lagerinn á undan. Sömuleiðis hellings toppur, og það kunna flestir að meta, en.... Bara alls ekki góður. Eitthvað lágkúrueftirbragð sem á væntanlega að fela í sér þorrann, en fælir mig þess í stað frá. Þó betri en hinn ekki-þorrabjórinn á undan.
- Ljósbronslitaður. Ekki gott eftirbragð.
- Mjög gott. Léttur og hægt að drekka fleiri en einna af þessum. Myndi vera til í eins og tvö stykki af honum á gott blót.
- Aðeins of maltaður. Stutt bragð. Ekkert merkilegt í gangi samt. Voða léttur lagerfílingur.



Hvalur 2, 5.1%
- Þetta er ekki gott. Vont bragð sem fjarar út. Sem betur fer er lítið eftirbragð. Vondur í nefi, munni og maga. Skítabjór!
- Sökum siðferðsilegrar og pólitískrar afstöðu minnar gagnvart neyslu og lífinu þá sá ég mér ekki fært að drekka þennan.
- Koparlitaður. Ekki bragðgóður. Allskonar bragð sem blandast í vont bragð.
- Þessi leggst ekki vel í mig. Þurr, beiskur, öskubragð. Passar ekki við proggið á fóninum.
- Get ekki gúdderað þennan. Sérstakur jú jú, en ekki góður.
- Mér finnst þessi bragðlítill. Samt svolítið nett bragð. Ég veit ekki alveg. Eitt stykki á blótið. Finn lítið fyrir honum áfengislega en samt svolítið heavy.
- Lyktar ekki vel. Súrt flavour. Ekki minn bjórbolli.


Surtur 8.2, 12%
- Súkkulaði, berjakeimur, vanilla. Þetta er bara of heavy gæji.
- Þessi er kominn til að vera. Nýtur sín vel og hitastigið skemmir ekki fyrir. Drullusterkur, erfitt að drekka hann en stendur fyrir sínu. Skilur eftir sig en ekki óbragð. 3 stjörnur af 5.
- Bragðið ekki jafn ágengt og í stout-inum sem við drukkum fyrst. Auðveldari. Kannski entry-level stout fyrir fólk sem vill prófa slíka drykki en vill samt vandaðan drykk, því í honum er þægilega mikil kolsýra sem heldur í þá sem eru að byrja í þessu. Smá vanillulykt og ögn af henni í sopanum sömuleiðis. Stout er í eðli sínu þorralegur þegar ég hugsa út í það, en það var meiri hátíð á fyrsta stout-inum.
- Svartblár. Sterk lykt. Smá spíralykt. Sterkt bragð. Myndi kaupa þennan. Gæti ekki drukkið meira en einn svona. Bragðgóður.
- Þarna er komin önnur bragðbomba. Þessi leggst vel í mig. Þykkur, eins dökkt og það verður. Kaffi, súkkulaði, breiksur, mjúkur. Maður finnur eitthvað af öllu. Topp einkun.
- Þetta er rosa bjór. Mikið bragð, aðeins og mikið spírabragð fyrir minn smekk. Það væri stórhættulegt að taka kippu af þessum á þorrablót!
- Alveg kolsvartur fauti. Mikið kaffibragð og smá spíri í lokin. Of mikið bragð reyndar. Pottó góður með súkkulaði.



Surtur 30, 9%
- Taðreyktur djöfsi! Ég get svarið það, þetta er sígarettureyktur bjór!!! Eftirbragð: sígaretta + öskubakki.
- Rúgbrauð og smjör, þessi er þrusugóður. Spennandi bragðið leikur upp í nef og kallar á þorrann. Sérsmíðaður í það helvíti. Af nokkrum sopum að dæma er hann mjög góður, maður er samt ekkert "að fá sér" með þennan. Spennandi og liggur í sjálfum sér. 3 1/2 örvar upp í loftið af 5.
- Svartasti stour-arinn hingað til. Þykkur. Þorralegur - vel íslensku á'ðí lykt. Veður inn á skítugum bommsunum. Minnir mig á lavabjór Ölvisholts en ekki jafn creamy og marglaga. En fjósadauninn aðskilur bjórana við fyrsta þef. Undir eins. Fjandinn, þetta er eins hátíðlegt og þorramatur er suddó. Bjór kvöldsins? Ég digg'ann meira eftir því dýpra sem ég kafa í'ann.
- Svartur djöfull. Þorralegur. Taðlykt. Mikið og afgerandi taðbragð. Þetta er algert fjós. Beiskur. Reyktur - mikið reykt eftirbragð. Rosalega bragðsterkur. Mest spennandi bjórinn í smakkinu.
- Þarna erum við komin í fjósið. Hangandi, reyktir skrokkar og tað í hornum. Hellingur í gangi og maður veit ekki hvort maður eigi að hata eða elska hann. Taðlyktin ágerst með hverjum þefnu. Klárlega athygglisverðasti bjór kvöldsins en ber að varast. Lífsreynsla, það er nokkuð ljóst.
- Ég get þetta ekki. Þessi er hrikalegur. VOnt að hafa vökvannn upp í sér. Þessi fer alls ekki með á blótið!
- Eins og að drekka leðursokk. Reykbragðið minnir mig á þegar ég gisti í gömlu svínasláturhúsi í Suðurey í Færeyjum. Sumsé, hittir ekki alveg í mark.


Surtur 8, 12%
- Expressó-súkkulaði. Góður með ristabrauði á morgnana, og sultu! Hræra sultu út í þetta heeeeelvíti! Hér eru líka ber.
- Æðisleg lykt, þykkur, bragðgóður, laus við spíra og kjaftæði. Góður bjór. Léttari útgáfa af bjórnum á undan. 3 drengir af 5.
- Ósanngjarnt fyrir þennan að vera síðastur því hann virkar bara venjulegur eftir hamaganginn á undan. Ekki sama hátíðin en góður hversdagslending á góðu augnabliki fyrir þau sem vilja nostra við einn yfir bók eða laust fyrir svefn.
- Svartur. Ávaxtalykt. Bragðsterkur. Minnir á bjór númer 7. Góður. Mjög léttur eftir bjór númer 8 (taðreykta djöfullinn). Myndi.
- Eftir ferðalag um fjósið virkar þessi eins og frekar hefðbundinn stout. Sem er gott. Ég fíla það. Besti stout kvöldsins.
- Fíla þennan bara vel. Dálítið dark bragð. En ekki vondur. Þorrinn er dark shit. Tökum stykki með á þorrablót.
- Sætur, en með fyllingu. Fínn fýr. Skemmtilega nettur. Alltílæ í nokkra á miðvikudagssull. Töff. Fíla þetta.

Önnur bjórsmökk


No comments:

Post a Comment